Verkefnið samanstendur af sjö mismunandi byggingum sem skapa opinbert rými sem örvar hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum. Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur með verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum, ásamt íbúðum og nútíma skrifstofum.

Helstu tölur:
Fjöldi bygginga: 7
Heildarstærð: 23,350 m2
Fjöldi íbúða: 76
Þjónusta og verslun: 8,000 m2
Skrifstofurými: 6,400 m2
Bílastæði: Neðanjarðar og tengist Hörpunni
Verklok: Áætluð 2018

Hafnartorg mun saman standa af 70 hágæða íbúðum af ýmsum stærðum, meðal annars stílhreinum stúdíóíbúðum og þakíbúðum með útsýni. Mikið hefur verið lagt í val á innréttingum, til marks um hversu vandað verkefnið er. Sérlega vönduð heimilistæki eru í öllum íbúðum og einstaklega þægileg staðsetning nálægt menningu, sögu og verslun. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur á þröskuldi hinnar íslensku arfleifðar.

Verkefnið samanstendur af sjö mismunandi byggingum sem skapa opinbert rými sem örvar hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum. Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur með verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum, ásamt íbúðum og nútíma skrifstofum.

Helstu tölur:
Fjöldi bygginga: 7
Heildarstærð: 23,350 m2
Fjöldi íbúða: 76
Þjónusta og verslun: 8,000 m2
Skrifstofurými: 6,400 m2
Bílastæði: Neðanjarðar og tengist Hörpunni
Verklok: Áætluð 2018

Hafnartorg mun saman standa af 70 hágæða íbúðum af ýmsum stærðum, meðal annars stílhreinum stúdíóíbúðum og þakíbúðum með útsýni. Mikið hefur verið lagt í val á innréttingum, til marks um hversu vandað verkefnið er. Sérlega vönduð heimilistæki eru í öllum íbúðum og einstaklega þægileg staðsetning nálægt menningu, sögu og verslun. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur á þröskuldi hinnar íslensku arfleifðar.

Alþingishús íslendinga, Stjórnarráðið, Seðlabanki Íslands og flest öll ráðuneyti eru staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Alla daga ársins eru lifandi tónlistarviðburðir. Allt frá Sinfóníuhljómsveit Íslands til trúbadora og ættu því allir að finna tónlistarviðburð við sitt hæfi.

Miðbær Reykjavíkur er hlaðinn sögu í formi höggmynda sem má finna víðsvegar í hjarta borgarinnar. Listasafn Íslands og Reykjavíkur eru í göngufæri ásamt fjölda af frumlegum galleríum og söfnum. Miðbærin skartar arkitektúr frá tímum Rögnvaldar Ágústs Ólafssonar sem teiknaði t.a.m. glæsivillurnar við tjörnina, til nútíma-arkitektúrs Ólafs Elíassonar – Hörpunnar. Glæsilegar kirkjur, Grjótaþorpið, listasafn Einars Jónssonar og fjölmargar aðrar stórkostlegar byggingar eru við hvert fótspor.

Hvað er betra en að sitja á svölunum heima og fylgjast með viðburðum á Menningarnótt, sautjánda júní hátíðarhöldum og fleirri viðburðum. Á öllum hornum eru svo spennandi verslanir. Allt frá heimsþekktum vörumerkjum á borð við Gucci til íslenskrar hönnunar af öllum toga.

Tjörnin í Reykjavík, Hljómskálagarðurinn, Austurvöllur ásamt fleiri útivistarstöðum eru allt staðir sem bjóða upp á veitingahús á heimsmælikvarða og lífleg kaffihús í göngufæri. Við höfnina í Reykjavík er svo iðandi atvinnulíf þar sem hægt er að skella sér í hvalaskoðun eða á sjóstöng.

Reginn, eitt stærsta fasteignafyrirtæki landsins, hefur nú þegar keypt öll verslunarrýmin á jarðhæð. Reginn sem stýrir Smáralind, stærstu verslunarmiðstöð Íslands, hefur reynslu og færni í að leigja út verslunarrými. Öryggi þeirra í að leigja út rými til vinsælla vörumerkja mun gera Hafnartorgið að einum af aðal verslunarstöðum þjóðarinnar sem eflaust mun laða enn fleiri erlenda aðila til landsins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar fylltu þá út í formið hér til hliðar og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

info@hafnartorg.is

Skráðu þig á forgangslista til að fá fyrstu fréttir af framvindu verkefnis.