Verkefnið samanstendur af sjö mismunandi byggingum sem skapa opin rými og örvar hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum. Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur með verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum, ásamt íbúðum og nútíma skrifstofum.

Helstu tölur:
Fjöldi bygginga: 7
Heildarstærð: 23,350 m2
Fjöldi íbúða: 70
Þjónusta og verslun: 8,000 m2
Skrifstofurými: 6,400 m2
Bílastæði: Neðanjarðar og tengist Hörpunni
Verklok: Áætluð 2019

Skrifstofurými eru um 6400m2 í tveimur byggingum. Þessi rými eru tilvalin fyrir sívaxandi innlend og erlend fyrirtæki sem vilja setja upp skrifstofur í öruggu, áhugaverðu og fjölhæfu umhverfi í hjarta Reykjavíkur.

Rýmin eru tilvalin fyrir:

• Lögmannsstofur
• Fyrirtæki í eignastýringu
• Ráðgjafafyrirtæki
• Arkitekta
• Einkarekna banka
• PR fyrirtæki
• Hönnunarstofur
• Sendiráð
• og aðra starfsemi

Reginn, eitt stærsta fasteignafyrirtæki landsins, hefur nú þegar keypt öll verslunarrýmin á jarðhæð. Reginn sem stýrir Smáralind, stærstu verslunarmiðstöð Íslands, hefur reynslu og færni í að leigja út verslunarrými. Öryggi þeirra í að leigja út rými til vinsælla vörumerkja mun gera Hafnartorgið að einum af aðal verslunarstöðum þjóðarinnar sem eflaust mun laða enn fleiri erlenda aðila til landsins.

Hafa samband

Allar fyrirspurnir varðandi þjónustu Hafnartorgs og bílakjallara berist á netfangið: 115@115.is